Mér fannst ITF 102 vera góður áfangi en ég vildi að við hefðum haft meiri tíma saman. Til að byrja með fannst mér skrýtið að hlusta á fyrirlestra um það hvernig á að teikna en fyrirlestrarnir voru góðir og kynntu allskyns tækni sem við gátum svo prófað okkur áfram með. Mér fannst best þegar tímarnir voru blanda af báðu, þe. fyrirlestur til að byrja með og svo tími til að teikna.
Það var virkilega gott að fá komment frá kennara en stundum hefðu helst þurft að vera tveir til að hjálpa okkur, við sem sátum aftast urðum stundum útundan!
Ég, eins og margir aðrir, var sett í 102 og 202 saman (og AHS313) þannig að það var mikið um teikningu þessa önnina! Það var svolítið skrýtið að vera taka þessa áfanga saman þar sem mér vantaði í rauninni grunninn fyrir 202....þetta bjargaðist auðvitað en eftir á að hyggja finnst mér að ég hefði geta gert margt betur í 202, eitthvað sem við vorum að byggja upp í 102 tímunum.
Uppáhaldsverkefnið mitt var trégínuverkefnið, mér fannst ég læra helling af því og það var gaman að klæða gínuna upp heima og pæla svo í hvernig væri hægt að gera alvöru flíkur úr því í lokaverkefninu.
Takk fyrir önnina :)
Ýr Kára
Það var virkilega gott að fá komment frá kennara en stundum hefðu helst þurft að vera tveir til að hjálpa okkur, við sem sátum aftast urðum stundum útundan!
Ég, eins og margir aðrir, var sett í 102 og 202 saman (og AHS313) þannig að það var mikið um teikningu þessa önnina! Það var svolítið skrýtið að vera taka þessa áfanga saman þar sem mér vantaði í rauninni grunninn fyrir 202....þetta bjargaðist auðvitað en eftir á að hyggja finnst mér að ég hefði geta gert margt betur í 202, eitthvað sem við vorum að byggja upp í 102 tímunum.
Uppáhaldsverkefnið mitt var trégínuverkefnið, mér fannst ég læra helling af því og það var gaman að klæða gínuna upp heima og pæla svo í hvernig væri hægt að gera alvöru flíkur úr því í lokaverkefninu.
Takk fyrir önnina :)
Ýr Kára
No comments:
Post a Comment